Fréttir

Táknmálsnámskeið haustsins fara mjög vel af stað

11.09.2019

Mánudaginn 2. september hófst táknmálsnámskeið 1. Hátt í 20 manns eru skráðir á námskeiðið sem kennt er á mánudögum og miðvikudögum hér á SHH. Sólrún Birna er kennari á námskeiðinu og mun hún einnig kenna táknmál 2 en það hefst 16. október. Það verður einnig kennt í hádeginu á mánudögum og miðvikudögum.

Lesa meira

Á döfinni

19 Sep
19:00

Foreldraspjall

Táknmálsstund fyrir foreldra döff barna og aðstandendur sem sækja fjölskyldunámskeið. Hist er á kaffihúsum víðsvegar um bæinn og er staðsetning auglýst í Facebook hópi foreldra.

23 Sep
15:00

Fyrirlestur um nýsköpunarverkefni sem unnið var í sumar

Jóna Kristín Erlendsdóttir og Sigurður Jóel Vigfússon fengu styrk frá Rannís til að fara yfir upptökur af íslenska táknmálinu og vinna rannsókn á setningagerð, tilbrigðum og öðrum málfræðilegum eiginleikum íslenska táknmálsins og munu þau fjalla um niðurstöður sínar.

2019
September
M Þ M F F L S
      1
3678
91012131415
1617202122
232426272829
30