23.9.2019 | Fyrirlestur

Fyrirlestur um nýsköpunarverkefni sem unnið var í sumar

Fyrirlestur um nýsköpunarverkefni sem unnið var í sumar

Jóna Kristín Erlendsdóttir og Sigurður Jóel Vigfússon fengu styrk frá Rannís til að fara yfir upptökur af íslenska táknmálinu og vinna rannsókn á setningagerð, tilbrigðum og öðrum málfræðilegum eiginleikum íslenska táknmálsins og munu þau fjalla um niðurstöður sínar. Fyrirlesturinn verður haldinn hér á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og hefst kl. 15:00. Fyrirlesturinn verður túlkaður á ÍTM.