Saga stofnunarinnar

Hinn 31. desember 1990 voru lög um um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra undirrituð á Bessastöðum. Valgerður Stefánsdóttir var sett í embætti forstöðumanns og var eini starfsmaður stofunarinnar í upphafi. Árið eftir fjölgaði starfsmönnum í fjóra. Fyrstu verkefnin voru að koma á námskeiðum í íslensku táknmáli og veita túlkaþjónustu ásamt því að vinna að rannsóknum og útbúa námsefni. Þessi verkefni tilheyra ennþá kjarnastarfseminni auk annarrar þjónustu á starfssviði stofunarinnar og þeim sinna nú um 30 starfsmenn.