Workshop um kennslu heyrnarlausra barna og CEFR.

Workshop um kennslu heyrnarlausra barna og CEFR.

Workshop var haldið dagana 15-18. maí síðastliðinn. Viðfangsefnin voru tvö. Annars vegar var fjallað um menntun heyrnarlausra barna í leik-, grunn- og framhaldsskóla og rauða þráðinn sem þarf að fylgja skólagöngunni. Hins vegar var viðfangsefnið CEFR, samevrópski tungumálaramminn fyrir fjölskyldunámskeið.

Mathilde de Geus er sjálf döff kennari sem hefur sérhæft sig í kennslu döff og heyrnarskertra barna í blönduðum skólum eða blandaðri menntun, einbeitti sér að fræðslu um þessa þætti ásamt því að tala um námskrá grunnskóla með tilliti til döff og heyrnarskertra barna.

Joni Oyserman tók fyrir CEFR og kennsluaðferðir á fjölskyldunámskeiðum. Hér er ekki verið að tala um sömu viðmið CEFR og í háskóla því hér er orðaforði og þemu tengdari börnum og því sem þeim við kemur. Hún ætlar að selja Samskiptamiðstöð kennsluefni fyrir fjölskyldunámskeið og stendur til að þýða yfir á íslensku svo hægt verði að fylgja því við kennslu.

Á workshopið með Mathilde mættu fulltrúar frá Samskiptamiðstöð, Sólborg og Hlíðaskóla þar sem hún fór aðallega yfir kennsluaðferðir við að kenna táknmál sem L1 eða fyrsta mál en líka L2 fyrir þau börn sem koma seint inn í táknmálsumhverfi. Kennsla á fjölskyldunámskeiðum miðast út frá kennslu táknmáls sem L2.

Mismunandi aðferðum er beitt eftir því hvort um sé að ræða kennslu táknmáls sem L1, það er fyrsta mál eða sem L2, það er annað mál.

Grein rituð þann 20.08.2019