Vefur Stjórnarráðsins táknmálsvæddur

Vefur Stjórnarráðsins táknmálsvæddur

Stjórnarráðið hefur hafist handa við að táknmálsvæða vef sinn.

Verkefnið var samstarfsverkefni á milli Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, Félags heyrnarlausra og Rekstrarfélags Stjórnarráðsins vegna þýðingar á íslenskum textum á heimasíðu Stjórnarráðsins yfir á íslenskt táknmál. Í samráði við forsvarsmenn og félagsmenn í Félagi heyrnarlausra var ákveðið að brýnast væri að þýða grunntexta um verkefni stjórnarráðsins, hlutverk þess og heimasíðu, auk hlutverka ráðuneytanna og upplýsingar um ríkisstjórnina. Textarnir eru nú alls 41 talsins.

Þeir textar sem þýddir hafa verið eru merktir með hnappnum „Táknmál“ sem flytur viðkomandi yfir á síðu með textanum á íslensku táknmáli. Eins má finna alla texta í táknmálsviðmóti hér: https://www.stjornarradid.is/upplysingar-a-taknmali/

Grein rituð þann 03.05.2019