Tveir nýir táknmálskennarar á SHH

Tveir nýir táknmálskennarar á SHH

Tveir nýir táknmálskennarar hafa verið ráðnir á Samskiptamiðstöð. Þær Hanna Lára Ólafsdóttir og Sandra Helgadóttir munu því bætast í hóp okkar frábæru táknmálskennara.

Hanna Lára er með kennsluréttindi frá Kennaraháskóla Íslands.

Sandra Helgadóttir útskrifaðist sem táknmálstúlkur frá Háskóla Íslands haustið 2020 og stundar nú nám í kennslu list- og verkgreina við sama skóla.

Við hlökkum til að vinna með Hönnu Láru og Söndru og bjóðum þær hjartanlega velkomnar hingað á Samskiptamiðstöð.

Grein rituð þann 20.08.2021