Tómas kveður og Guðni heilsar

Tómas kveður og Guðni heilsar

Þann 30. apríl mun Tómas Ásgeir Evertsson kveðja okkur á Samskiptamiðstöð eftir rúmlega 13 ára starf sem kvikmyndatökumaður og umsjónaraðili myndvers SHH. Tómas fer nú á eftirlaun og þökkum við honum kærlega allt hans góða starf síðastliðin 13 ár.

Guðni Rósmundsson hefur verið ráðinn í starf umsjónaraðila myndvers í stað Tómasar.

Hann er með BA gráðu í Listfræði frá HÍ og er langt kominn í meistaranámi í Hagnýtri menningarmiðlun við HÍ.

Guðni hefur unnið við ýmiss konar myndbandagerð á undanförnum árum.

Við hlökkum til að vinna með Guðna og kynnast honum betur.

Grein rituð þann 28.04.2021