Tilkynning vegna túlkunar í neyðartilvikum

Tilkynning vegna túlkunar í neyðartilvikum

Hætt verður að taka við beiðnum um túlkun í gegnum neyðarsíma Samskiptamiðstöðvar (895 7701) frá og með 1. desember. Beiðni um túlkun í neyðartilvikum fer frá þeim tíma í gegnum 112 Neyðarlínuna eða þá viðbragðsaðila sem sinna fólki í neyð. SHH tekur áfram við beiðnum um túlkun í neyðartilvikum kl. 8-16 virka daga í gegnum skrifstofusíma SHH (s: 562 7702 / 562 7738 og gsm: 896 7701).

Döff geta haft samband við 112 Neyðarlínuna í gegnum 112Döff app sem 112 Neyðarlínan hannaði í samstarfi við Félag heyrnarlausra. Þar er hægt að senda beiðni um aðstoð vegna allra mögulegra neyðartilvika og merkja við að viðkomandi þurfi táknmálstúlk í samskiptum við viðbragðsaðila (spítala, lögreglu o.þ.h.). 112 Neyðarlínan sér þá bæði um að kalla út viðbragðsaðila og táknmálstúlk/a.

Fari döff fólk sjálft til viðbragðsaðila án milligöngu 112 Neyðarlínunnar s.s. með barn á Barnaspítala Hringsins, eða á Læknavaktina eru það viðbragsaðilarnir sjálfir sem kalla út túlkinn.

Þessi breyting á þjónustu Samskiptamiðstöðvar er gerð í góðu samráði við Félag heyrnarlausra og 112 Neyðarlínuna. Óski viðskiptavinir eftir frekari upplýsingum varðandi þessa breytingu er velkomið af hafa samband við okkur í síma 562 7702 / 562 7738, gsm 896 7701 eða með því að senda tölvupóst á tulkur@shh.is.

Grein rituð þann 14.11.2019