Til hamingju með dag íslenskrar tungu

Til hamingju með dag íslenskrar tungu

Í dag 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi skáldsins Jónasar Hallgrímssonar.

Af því tilefni birtum við ljóð eftir Jónas Hallgrímsson sem þýtt var á íslenskt táknmál. Ljóðið, Ég bið að heilsa er hér í flutningi Bubba Morthens og Megasar. Elsa G. Björnsdóttir flytur á íslensku táknmáli. Hér birtast því þau tvö íslensku tungumál, íslenskt táknmál og íslenska saman í þessu fallega ljóði Jónasar.

Ljóðið má finna hér: Ég bið að heilsa - ÍTM

Grein rituð þann 16.11.2021