Thorvaldsen félagið

Thorvaldsen félagið

Gaman saman verkefnið er sniðið að þörfum döff (fólk sem á ÍTM sem móðurmál) barna, þar sem þau hittast á SHH einu sinni í viku, eru í kennslu, vinna verkefni og eiga í samskiptum á ÍTM undir stjórn döff kennara.

Á SHH hefur verið unnið að þýðingum á ÍTM á ýmis konar bókum sem eru nýttar til kennslu og settar inn á I-pada barnanna. Þannig geta þau lesið heima og sýnt foreldrum sínum það efni sem þau vinna með hér á miðvikudögum, I-padarnir nýtast því einstaklega vel.

Spilin nýtast í vinnu með börnunum því þau eru góður grunnur til samskipta og málörvunar. Þýðingarstyrkurinn kemur einnig að góðum notum. Nokkrar barnabækur verða þýddar á ÍTM og afrit af þeim myndbödnum verða hlaðin inn á I-pada barnanna.

Þökkum við Thorvaldsenfélaginu kærlega fyrir styrkveitinguna og velvilja undanfarinna ára.

Grein rituð þann 23.03.2018