TegnTube

TegnTube

Fljótlega fer af stað verkefni á vegum Norrænna málnefnda um táknmál sem nefnist TegnTube. Tilgangur verkefnisins er að sýna táknmál á Norðurlöndunum út frá sjónarhóli þeirra barna og unglinga sem nota þau.

Verkefnið mun þróa vefsíðu - TegnTube.com - þar sem texti og myndskeið verða notuð til að kynna norrænu táknmálin út frá sjónarhóli barna og ungmenna. Þátttakendur verkefnisins eru málhafar á táknmáli lands síns, börn og ungmenni á aldrinum 12-20 ára sem vilja koma fram sem tungumálafyrirmyndir.

Það verður spennandi að fylgjast með þessu verkefni.

Grein rituð þann 26.01.2021