Táknmálsnámskeið haustsins fara mjög vel af stað

Táknmálsnámskeið haustsins fara mjög vel af stað

Mánudaginn 2. september hófst táknmálsnámskeið 1. Hátt í 20 manns eru skráðir á námskeiðið sem kennt er á mánudögum og miðvikudögum hér á SHH. Sólrún Birna er kennari á námskeiðinu og mun hún einnig kenna táknmál 2 en það hefst 16. október. Það verður einnig kennt í hádeginu á mánudögum og miðvikudögum.

Skráning á námskeið 2 er í fullum gangi og eru áhugasamir beðnir um að senda skráningu á shh@shh.is. Þar þurfa að koma fram upplýsingar um nafn, kennitölu og símanúmer.

Nánari upplýsingar veitir Eyrún Helga Aradóttir: eyja@shh.is

Grein rituð þann 11.09.2019