Starfið komið í fullan gang

Lýsing á táknmáli
Starfið komið í fullan gang

Komið þið sæl

Starfið hér á Samskiptamiðstöð er komið í fullan gang. Gaman saman fór í gang á miðvikudaginn var, starfið verður eins og áður á miðvikudögum. Umsjónarmenn eru áfram Uldis Ozols og Margrét Gígja Þórðardóttir, skólarnir sem taka þátt eru Holtaskóli og Hlíðaskóli.

Kvöldnámskeið í táknmáli eru farin af stað, í Tákn 1 er mjög stór hópur með 24 nemendum og þess vegna eru tveir kennarar að kenna þeim, þær Júlía G. Hreinsdóttir og Margrét Gígja Þórðardóttir. Námskeiðið er kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:00-20:30.

Fjölskyldunámskeiðin fara af stað í byrjun febrúar, þann 3. verður fyrsti tíminn, það verður áfram á laugardögum frá kl. 9:00-13:00.

Grein rituð þann 18.01.2018