Nýtt starfsfólk

Nýtt starfsfólk

Nú í haust hófu fjórir nýir starfsmenn störf á Samskiptamiðstöð og tveir starfsmenn komu tilbaka úr leyfi.

Arnar Ægisson hóf störf sem táknmálskennari á táknmálssviði.

Sigurður Jóel Vigfússon og Steinunn Birna Jónsdóttir hófu störf sem táknmálstúlkar á túlkasviði en þau útskrifuðust bæði sem táknmálstúlkar frá Háskóla Íslands nú í sumar. Kristbjörg Helga Sigurbjörnsdóttir Cooper, táknmálstúlkur, er aftur komin til starfa eftir stutt hlé og var hún einnig ráðin á túlkasvið.

Sara Snorradóttir er komin tilbaka úr leyfi og starfar hún með Gerði í túlkaþjónustunni.

Vilborg Friðriksdóttir er einnig komin tilbaka úr leyfi og heldur áfram störfum á táknmálssviði.

Við bjóðum þau öll hjartanlega velkomin til starfa.

Grein rituð þann 09.10.2020