Ný heimasíða

Lýsing á táknmáli
Ný heimasíða

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra hefur staðið í vinnu við að setja upp nýja heimasíðu undanfarna mánuði og verður hún opnuð formlega þriðjudaginn 12. desember kl 15:00.

Vefstefna Samskiptamiðstöðvar er sú að á heimasíðunni verði að megninu til fræðsluefni og upplýsingar sem standi til langs tíma, þar verði hægt að sjá fyrir hvað stofnunin standi og hvar sé hægt að nálgast frekari upplýsingar. Á tvennan hátt mun síðan vera lifandi og síbreytileg og það eru fréttir annars vegar og „á döfinni“ hins vegar.

Fræðsluefni sem Samskiptamiðstöð gefur út mun áfram birtast á SignWiki og verða birtar fréttir á heimasíðunni þegar nýtt efni bætist þar við.

Grein rituð þann 11.12.2017