Myndsímatúlkun með nýtt forrit

Myndsímatúlkun með nýtt forrit

Myndsímatúlkun SHH flytur þjónustu sína yfir í forritið Skype for Business frá og með 3. september 2018.

Döff viðskiptavinir geta verið áfram á Skype eins og þeir eru vanir en þurfa að tengjast myndsimatulkun@shh.is Skype for Business. Þetta er gert til að auka þjónustuna og bæta öryggi.

Hægt verður að hafa samband við myndsímatúlkaþjónustuna á báðum stöðum til 1. október en eftir það þarf að hafa samband við myndsimatulkun@shh.is Skype for Business.


Alltaf velkomið að hafa samband við SHH, netfangið: tulkur@shh.is eða myndsimatulkun@shh.is

Grein rituð þann 31.08.2018