Málstofan

Lýsing á táknmáli
Málstofan

Fjórir fulltrúar félags heyrnarlausra héldu málstofu hér, en þau höfðu öll verið á fundi WFD, sem eru alþjóðasamtök félaga heyrnarlausra þar sem hist er á fundum.

Þessir fjórir fulltrúar voru hver um sig með stutt erindi, einn fyrirlesturinn fjallaði um tæknimál, meðal annars sagt frá táknmálsorðabók og hvernig tæknin við þær verður alltaf betri og betri.

Annar fyrirlestur fjallaði um fjölskyldunámskeið og snemmtæka íhlutun sem var sögð afskaplega mikilvæg sérstaklega fyrstu fimm árin. Þar var einnig talað um rannsókn frá Nýja-Sjálandi þar sem rætt hafði verið um næmniskeiðið upp að fimm ára aldri og hversu mikilvægt væri að kenna börnunum táknmál til að þau yrðu tvítyngd og stæðu jafnt jafnöldrum sínum.

Þriðji fyrirlesturinn fjallaði um skóla og alls konar stefnur innan þeirra, um tvítyngi og hvað það verður sífellt algengara að döff börn séu í blöndun í almennum skólum. Í tengslum við það var rætt hversu mikilvægt tvítyngið sé til þess að börnunum gangi betur. Það sem vakti athygli var umfjöllun frá Japan þar sem enn er starfandi mjög flottur döff skóli og er hann hreinn táknmálsskóli. Ýmislegt fleira kom líka fram í þessum fyrirlestri.

Síðasti fyrirlesturinn fjallaði um túlkun og atvinnulífið þar sem sífellt fleiri döff vinna á heyrandi vinnustöðum þá sé þörf á túlkum þar, til dæmis þegar verið er að stofna fyrirtæki og fleira.

Þessi fjögur málefni eru baráttumál félags heyrnarlausra hér á Íslandi, baráttan um betra aðgengi og þjónustu.

Grein rituð þann 05.12.2017