Handformaveggspjaldið tilbúið í póst

Handformaveggspjaldið tilbúið í póst

Í haust munu allir skólar landsins fá handformaveggspjald að gjöf frá Samskiptamiðstöð í tilefni 30 ára afmælis stofnunarinnar. Til stendur að senda öllum leik- og grunnskólum á landinu veggspjald í von um að það kveiki áhuga barna og unglinga á íslensku táknmáli og bæti viðhorf þeirra til málsins og menningarsamfélags þess. Thorvaldsensfélagið styrkir dreifingu veggspjaldanna um allt land.

Svava Jóhannesdóttir hefur staðið í ströngu síðustu daga í undirbúning þess að koma veggspjöldunum í póst. Í morgun setti hún saman síðasta kassann og þar með eru 448 veggspjöld á leiðinni í póst um leið og skólar opna í ágúst.

Grein rituð þann 07.07.2021