Græn skref

Græn skref

Á dögunum stigum við á SHH okkar fyrsta og annað skref í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri.

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar.

Í lok árs 2020 var skipuð umhverfisnefnd á SHH. Fanney, Iðunn Ása og Sólrún skipa þessa nefnd og hafa þær unnið gott starf við að fylgja þessu verkefni eftir. Þær munu svo í framhaldinu standa fyrir fræðslu fyrir starfmenn.

Hér má sjá fréttina eins og hún birtist hjá Grænum skrefum: Græn skref Samskiptamiðstöðvar

Grein rituð þann 23.11.2021