Gestir í heimsókn á Samskiptamiðtöð vegna hugsanlegra samvinnu

Gestir í heimsókn á Samskiptamiðtöð vegna hugsanlegra samvinnu

Branislav Bédi, verkefnisstjóri á alþjóðasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Irene Strasly, táknmálstúlkur og rannsóknamaður í táknmálsfræðum við Háskólann í Genf heimsóttu Samskiptamiðstöð á dögunum. Þau hafa bæði reynslu á sviði tölvustuddrar tungumálakennslu og vinna saman að verkefni því tengdu sem stendur. Þau fræddust um starfsemi stofnunarinnar en markmið heimsóknarinnar var að finna samstarfsfleti milli þeirra, Samskiptamiðstöðvar og Háskóla Íslands vegna táknmálskennslu á Netinu. Í framhaldi af heimsókn þeirra fór Kristín Lena Þorvaldsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar með þeim á fund Rannveigar Sverrisdóttur, lektors í táknmálsfræði við Háskóla Íslands og Halldóru Jóhönnu Þorláksdóttur, vefritstjóra hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og verkefninu Icelandic Online. Fundirnir voru gagnlegir fyrir alla aðila og augljóst á umræðunni að áhugaverða samstarfsfleti er að finna milli allra þessara stofnana.

Grein rituð þann 30.09.2019