Fyrirlestur síðastliðinn mánudag

Fyrirlestur síðastliðinn mánudag

Mánudaginn 23. september s.l. var haldinn fyrirlestur á SHH, fyrirlesara voru nemar í táknmálstúlkun við Háskóla Íslands, Jóna Kristín Erlendsdóttir og Sigurður Jóel Vigfússon. Þau fengu styrki frá Rannís og Málvísindastofnun til að vinna rannsókn á málfræði ÍTM og unnu hana undir leiðsögn Rannveigar Sverrisdóttur lektors við HÍ og Árnýjar Guðmundsdóttur táknmálstúlks á SHH undir merkjum Rannsóknarstofu í táknmálsfræðum. Jóna og Sigurður fóru yfir helstu niðurstöður sem þau fengu í verkefni sínu sem snéri að aukasetningum í ÍTM, en við rannsóknir sínar notuðu þau bæði upptökur sem til voru á SHH og unnu einnig rannsókn á nokkrum málhöfum sem þau tóku upp. Eru þessar rannsóknir þeirra kærkomin viðbót, bæði til kennslu á háskólastigi og sem viðbótarefni til síðari rannsókna. Hluti af niðurstöðum þeirra mun birtast á SignWiki síðar í haust.

Grein rituð þann 25.09.2019