Fjölskyldunámskeiðin fara í jólafrí

Lýsing á táknmáli
Fjölskyldunámskeiðin fara í jólafrí

Síðasta fjölskyldunámskeið fyrir áramót var laugardaginn 2. desember en síðasti foreldrahittingurinn er að kvöldi 12. des. Námskeiðin halda svo áfram um miðjan janúar.

Yfir vetrartímann hafa fjölskyldur hist einu sinni í mánuði og á haustmánuðum var prófað að bæta við einu kvöldi í viku þar sem foreldrar hittast án barnanna. Nánari upplýsingar varðandi fjölskyldunámskeiðin er hægt sækjast eftir í gegnum taknmalssvid@shh.is.

Grein rituð þann 08.12.2017