Endurmenntun táknmálskennara á Samskiptamiðstöð

Endurmenntun táknmálskennara á Samskiptamiðstöð

Nú á haustmisseri munu táknmálskennarar á Samskiptamiðstöð sækja námskeið í málfræði íslensks táknmáls.

Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði við HÍ, mun kenna námskeiðið sem byggir á málfræðinámskeiðum í táknmálsfræði við HÍ en er miðað að þörfum nemenda með ÍTM sem fyrsta mál.

Markmiðið er að fjalla um grundvallaratriði í málfræði táknmála sem og kafa dýpra í hljóðkerfis- og orðhlutafræði.

Grein rituð þann 20.08.2021