Deaf Academics ráðstefna var haldin hér á landi síðastliðið vor

Deaf Academics ráðstefna var haldin hér á landi síðastliðið vor

Deaf Academics ráðstefnan var haldin hér á Íslandi 11-13. maí síðastliðinn. Ráðstefnan er aðeins aðgengileg döff fræðimönnum og rannsakendum og skapast þannig rými til umræðna þeirra á milli. Þar er möguleiki að ræða hluti á borð við lífsreynslu, samstarf við aðra prófessora, vinnu þeirra að ýmsum verkefnum og samstarfi við túlka sem er stórt umræðuefni. Þegar döff kennari kennir hópi heyrandi nemenda og vinnur með túlki sem þekkir ekki fagið, þarf að undirbúa túlkinn vel með orða- og táknaforða og sérhæfðum hugtökum svo eitthvað sé nefnt.

Eins er markmið þessa rýmis til umræðna sem stuðla að sterkari sjálfsmynd og byggja upp sjálfstraust og gefst hér tækifæri fyrir fræðimenn að deila vitneskju sinni og ræða saman til að vera betur í stakk búinn til að fylgja öðrum fræðimönnum á sínu sviði.

Þessi ráðstefna var afar áhugaverð. Ráðstefnan er haldin á tveggja ára fresti og verður hún næst haldin í Montreal í Kanada, þar á eftir verður hún haldin í Austurríki.

Grein rituð þann 19.08.2019