30 ára afmæli Samskiptamiðstöðvar

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra verður 30 ára um áramótin.
Af því tilefni verður haldið upp á afmæli stofnunarinnar með rafrænum viðburði þann 18. desember 2020 kl. 17-19.
Viðburðurinn verður á íslensku táknmáli og íslensku auk textunar á íslensku.
Afmælisdagskrá
Kl. 17:00-17:30 Inngangsorð Iðunnar Ásu Óladóttur, veislustjóra og táknmálskennara á SHH
Ávarp Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra
Ávarp Kristínar Lenu Þorvaldsdóttur, forstöðumanns SHH
Kl. 17:30-17:45 Myndir og myndbrot úr starfsemi SHH
Kl. 17:45-18:55 SHH í þrjátíu ár - fagsviðin kennsla, rannsóknir og túlkun
- -Júlía G. Hreinsdóttur, fagstjóri kennslu á SHH
- -Nedelina Ivanova, fagstjóri rannsókna á SHH
- -Árný Guðmundsdóttir, fagstjóri túlkunar á SHH
Kl. 18:55-19:00 Kveðjuorð Uldis Ozols, veislustjóra
Verið öll hjartanlega velkomin á afmælisviðburð SHH.
Dreifið endilega dagskránni og hlekknum til þeirra sem kynnu að hafa áhuga.
Með kveðju og þökk fyrir samstarfið á undanförnum þremur áratugum.
-
Starfsfólk Samskiptamiðstöðvar