10.000 tákn á SignWiki

Lýsing á táknmáli
10.000 tákn á SignWiki

Undir lok þessa árs munu 10.000 uppflettitákn verða komin inn á SignWiki.is síðuna. Þeim merka áfanga verður fagnað á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra þegar að honum kemur, sú athöfn verður auglýst sérstaklega.

Í janúar næstkomandi verða liðin 6 ár frá formlegri opnun íslensku SignWiki síðunnar sem innihélt þá um 1.000 uppflettitákn. Mikið efni hefur verið sett inn á síðuna síðan þá, bæði uppflettitákn og ekki síður heilmikið af ýmsu menningar og fræðsluefni. Vefsvæðið nýtist bæði fólki sem nýlega hefur hafið nám í táknmáli, sem og þeim sem lengra eru komnir og jafnvel fræðimönnum.

Heilmikið fræðsluefni er á síðunni, bæði í textaformi og á táknmáli.

Grein rituð þann 20.11.2017