Vefur Stjórnarráðsins táknmálsvæddur

03.05.2019

Stjórnarráðið hefur hafist handa við að táknmálsvæða vef sinn

Verkefnið var samstarfsverkefni á milli Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, Félags heyrnarlausra og Rekstrarfélags Stjórnarráðsins vegna þýðingar á íslenskum textum á heimasíðu Stjórnarráðsins yfir á íslenskt táknmál. Í samráði við forsvarsmenn og félagsmenn í Félagi heyrnarlausra var ákveðið að brýnast væri að þýða grunntexta um verkefni stjórnarráðsins, hlutverk þess og heimasíðu, auk hlutverka ráðuneytanna og upplýsingar um ríkisstjórnina. Textarnir eru nú alls 41 talsins.

Lesa meira

Gleðilega páska

17.04.2019

Líkt og flestar stofnanir erum við á leiðinni í páskafrí.

Við minnum á neyðarsíma túlkunar ef neyðartilfelli koma upp meðan lokað er. Undir neyðartúlkun fellur einungis túlkun í heilbrigðisþjónustu (Bráðamóttökur, Læknavaktin) og löggæslu.

Neyðarsími túlkunnar er 895 7701.

Við opnum aftur 23. apríl.

Gleðilega páska.

Lesa meira