Starfsemi SHH í ljósi samkomubanns

13.03.2020

Í ljósi neyðarstigs Almannavarna og samkomubanns stjórnvalda vegna COVID-19 mun verða breyting á þjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra á meðan það er í gildi. Fjarþjónusta verður veitt á öllum fagsviðum eftir því sem kostur er. Samkvæmt fyrirmælum yfirvalda um samkomubann eru viðburðir þar sem fleiri en 100 manns koma saman óheimilir og tryggja þarf að nánd milli manna sé a.m.k yfir 2 metrar. Starfsfólk Samskiptamiðstöðvar mun fylgja þessum fyrirmælum í hvívetna.

Lesa meira

Aukaopnun myndsímatúlkunar

05.03.2020

Aukaopnun myndsímatúlkunar kl. 19-21 í kvöld, fimmtudag.

Í ljósi aðstæðna verður myndsímatúlkun opin í kvöld kl. 19-21 svo hægt sé að hafa samband við 1700 eða aðra heilbrigðisþjónustu utan almenns afgreiðslutíma myndsímatúlkunar.

Þá verður opnunartími myndsímatúlkunar einnig lengdur í næstu viku og verður opið kl. 9-16 dagana 9.-13. mars.

Athugið að þessi viðbót við opnunartíma myndsímatúlkunar er tímabundin ráðstöfun. Komi til frekari aukaopnana verða þær auglýstar sérstaklega á næstu dögum.

Lesa meira

Næstu táknmálsnámskeið

21.02.2020

Næstu táknmálsnámskeið á Samskiptamiðstöð verða haldin á vorönn 2020 sem hér segir:

Táknmál 2 verður kennt kl. 12 -13 á þriðjudögum og fimmtudögum.

Námskeiðið byrjar 27. febrúar og lýkur 14. apríl

Táknmál 4 verður kennt kl. 12-13 á mánudögum og miðvikudögum.

Námskeiðið byrjar 26. febrúar og lýkur 8. apríl

Kennt verður í húsnæði Samskiptamiðstöðvar

Grensásvegi 9, þriðju hæð.

Hvert námskeið kostar 16.640 kr (skv. núgildandi gjaldskrá)

Nánari upplýsingar veitir Eyrún Helga Aradóttir: eyja@shh.is

Skráning fer fram á shh@shh.is Þar þurfa að koma fram upplýsingar um nafn, kennitölu og símanúmer.

Lesa meira

Vegna veðurútlits

13.02.2020

Starfsemi Samskiptamiðstöðvar mun raskast á morgun, föstudag, vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir landið.

Lesa meira

Til hamingju með dag íslenska táknmálsins

11.02.2020

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra óskar landsmönnum öllum til hamingju með dag íslenska táknmálsins. Sérstakar hamingjuóskir færum við félagsmönnum í Félagi heyrnarlausra en félagið fagnar 60 ára afmæli í dag, 11. febrúar 2020.

Lesa meira