Táknmálsnámskeið í apríl

23.03.2018
Lýsing á táknmáli

Táknmálsnámskeið í apríl

Næstu táknmálsnámskeið hjá Samskiptamiðstöð verða haldin eftir páska.

Námskeiðin byrja 10. apríl og standa til 22. maí og hvert námskeið kostar 16.640.


Lesa meira

Thorvaldsen félagið

23.03.2018

Í dag, miðvikudaginn 21. mars, komu sex Thorvaldsenfélags konur í heimsókn hingað á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Tilefni heimsóknarinnar var afhending styrks sem Thorvaldsenfélagið veitti Gaman saman verkefninu. Á undanförnum árum hafa Thorvaldsenfélagskonur gefið I-pada og lyklaborð auk barnabóka. Gjöf þessa kemur sér vel og hljóðar hún upp á I-pada, spil og styrk til þýðinga á barnabókum yfir á íslenskt táknmál (ÍTM).


Lesa meira

Táknmálsnámskeið í febrúar

07.02.2018
Lýsing á táknmáli

Góðan dag, hér eru upplýsingar um næstu táknmálsnámskeið.

Táknmál 1 verður kennt kl. 17:30-19:00 á þriðjudögum og fimmtudögum

Táknmál 2 verður kennt kl. 19:00-20:30 á þriðjudögum og fimmtudögum

Námskeiðin byrja 20. febrúar og standa til 22. mars og hvert námskeið kostar 16.640.


Lesa meira

Starfið komið í fullan gang

18.01.2018
Lýsing á táknmáli

Komið þið sæl

Starfið hér á Samskiptamiðstöð er komið í fullan gang. Gaman saman fór í gang á miðvikudaginn var, starfið verður eins og áður á miðvikudögum. Umsjónamenn eru áfram Uldis Ozols og Margrét Gígja Þórðardóttir, skólarnir sem taka þátt eru Holtaskóli og Hlíðaskóli.


Lesa meira

Ný heimasíða

11.12.2017
Lýsing á táknmáli

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra hefur staðið í vinnu við að setja upp nýja heimasíðu undanfarna mánuði og verður hún opnuð formlega þriðjudaginn 12. desember kl 15:00.

Lesa meira