Sænsk bók um samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

19.03.2019

Bókin „Hvis du kan se det, kan du understøtte det – En bok om taktilt språk“ kom út í desember 2018. Bókin er samansafn nítján greina um samskipti frá ólíkum sjónarhornum með daufblindfæddum einstaklingum og hvernig þeir þróa með sér mál. Vonast er til þess að bókin hafi í för með sér að æ fleiri stelpur og strákar, konur og menn, með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu fái tækifæri til að þróa samskiptaleiðir og mál til þess að verða virkir þátttakendur í samfélaginu.

Lesa meira

Fyrirlestur um íslensk mannanöfn í íslensku táknmáli

18.03.2019

Fræðslufundur á vegum Nafnfræðifélagsins verður haldinn laugardaginn 23. mars kl. 13.15 í stofu 201 í Odda, húsi Háskóla Íslands.

Kristín Lena Þorvaldsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra flytur fyrirlestur sem hún nefnir Íslensk mannanöfn í íslensku táknmáli.

Lesa meira

Mál verður til - Hugvísindaþing 2019

12.03.2019

Mál verður til var málstofa um íslenskt táknmál sem haldið var þann 9. mars síðastliðinn.

Málstofan var hluti af Hugvísindaþingi 2019 og voru fyrirlesarar þær Valgerður Stefánsdóttir, fyrrum forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar, Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði við Háskóla Íslands og Nedelina Ivanova, málfræðingur á Samskiptamiðstöð.

Lesa meira

Nýr forstöðumaður

11.02.2019

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Samskiptamiðstöð í tilefni dags íslenska táknmálsins. Í heimsókn sinni þakkaði hún Valgerði Stefánsdóttur, fráfarandi forstöðumanni fyrir framlag sitt til eflingar íslensks táknmáls. Þá skipaði hún Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur sem nýjan forstöðumann Samskiptamiðstöðvar til næstu fimm ára.

Lesa meira

Undirritun samstarfssamnings á milli Samskiptamiðstöðvar og Háskóla Íslands

28.01.2019

Samstarfssamningur á milli Samskiptamiðstöðvar og Háskóla Íslands var undirritaður mánudaginn 21. janúar sl. Samningurinn miðar að því að efla rannsóknir á ÍTM og döff fræðum og kennslu í táknmálsfræði og táknmálstúlkun, sem og kynningu á íslensku táknmáli og menningarsamfélagi þeirra sem nota málið. Háskólinn hefur stutt mjög við eflingu ÍTM og átti ríkan þátt í viðurkenningu þess í lögum.

Á myndinni eru: Guðmundur Hálfdánarson forseti Hugvísindasviðs HÍ, Jón Atli Benediktsson rektor HÍ og Valgerður Stefánsdóttir forstöðukona SHH

Lesa meira