Ársskýrsla Samskiptamiðstöðvar 2020

20.10.2021

Ársskýrsla Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra 2020 er komin út. Skýrslan er á íslensku táknmáli og íslensku. Í ársskýrslu er ávarp forstöðumanns, stefna, meginmarkmið og skipurit stofnunarinnar auk upplýsinga um mannauð og innra starf. Þá er greint frá verkefnum stofnunarinnar bæði á táknmálssviði og í túlkaþjónustu á árinu 2020.

Ársskýrsluna má finna hér


Lesa meira

Táknmálstúlkaðir fréttatímar

01.09.2021

Allir sjónvarpsfréttatímar RÚV klukkan 19 verða frá og með deginum í dag táknmálstúlkaðir í beinni útsendingu. RÚV hefur samið við Samskiptamiðstöð um að sjá um þessa túlkun og verða alls sjö túlkar frá Samskiptamiðstöð sem sjá um að túlka bæði kvöldfréttir og Krakkafréttir.

Lesa meira