Workshop um kennslu heyrnarlausra barna og CEFR.

20.08.2019

Workshop var haldið dagana 15-18. maí síðastliðinn. Viðfangsefnin voru tvö. Annars vegar var fjallað um menntun heyrnarlausra barna í leik-, grunn- og framhaldsskóla og rauða þráðinn sem þarf að fylgja skólagöngunni. Hins vegar var viðfangsefnið CEFR, samevrópski tungumálaramminn fyrir fjölskyldunámskeið.

Lesa meira

Deaf Academics ráðstefna var haldin hér á landi síðastliðið vor

19.08.2019

Deaf Academics ráðstefnan var haldin hér á Íslandi 11-13. maí síðastliðinn. Ráðstefnan er aðeins aðgengileg döff fræðimönnum og rannsakendum og skapast þannig rými til umræðna þeirra á milli. Þar er möguleiki að ræða hluti á borð við lífsreynslu, samstarf við aðra prófessora, vinnu þeirra að ýmsum verkefnum og samstarfi við túlka sem er stórt umræðuefni. Þegar döff kennari kennir hópi heyrandi nemenda og vinnur með túlki sem þekkir ekki fagið, þarf að undirbúa túlkinn vel með orða- og táknaforða og sérhæfðum hugtökum svo eitthvað sé nefnt.

Lesa meira

Vefur Stjórnarráðsins táknmálsvæddur

03.05.2019

Stjórnarráðið hefur hafist handa við að táknmálsvæða vef sinn

Verkefnið var samstarfsverkefni á milli Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, Félags heyrnarlausra og Rekstrarfélags Stjórnarráðsins vegna þýðingar á íslenskum textum á heimasíðu Stjórnarráðsins yfir á íslenskt táknmál. Í samráði við forsvarsmenn og félagsmenn í Félagi heyrnarlausra var ákveðið að brýnast væri að þýða grunntexta um verkefni stjórnarráðsins, hlutverk þess og heimasíðu, auk hlutverka ráðuneytanna og upplýsingar um ríkisstjórnina. Textarnir eru nú alls 41 talsins.

Lesa meira