Tilkynning vegna túlkunar í neyðartilvikum

14.11.2019

Hætt verður að taka við beiðnum um túlkun í gegnum neyðarsíma Samskiptamiðstöðvar (895 7701) frá og með 1. desember. Beiðni um túlkun í neyðartilvikum fer frá þeim tíma í gegnum 112 Neyðarlínuna eða þá viðbragðsaðila sem sinna fólki í neyð. SHH tekur áfram við beiðnum um túlkun í neyðartilvikum kl. 8-16 virka daga í gegnum skrifstofusíma SHH (s: 562 7702 / 562 7738 og gsm: 896 7701).

Lesa meira

Gestir í heimsókn á Samskiptamiðtöð vegna hugsanlegra samvinnu

30.09.2019

Branislav Bédi, verkefnisstjóri á alþjóðasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Irene Strasly, táknmálstúlkur og rannsóknamaður í táknmálsfræðum við Háskólann í Genf heimsóttu Samskiptamiðstöð á dögunum. Þau hafa bæði reynslu á sviði tölvustuddrar tungumálakennslu og vinna saman að verkefni því tengdu sem stendur.

Lesa meira

Fyrirlestur síðastliðinn mánudag

25.09.2019

Mánudaginn 23. september s.l. var haldinn fyrirlestur á SHH, fyrirlesara voru nemar í táknmálstúlkun við Háskóla Íslands, Jóna Kristín Erlendsdóttir og Sigurður Jóel Vigfússon. Þau fengu styrki frá Rannís og Málvísindastofnun til að vinna rannsókn á málfræði ÍTM og unnu hana undir leiðsögn Rannveigar Sverrisdóttur lektors við HÍ og Árnýjar Guðmundsdóttur táknmálstúlks á SHH undir merkjum Rannsóknarstofu í táknmálsfræðum.

Lesa meira

Táknmálsnámskeið haustsins fara mjög vel af stað

11.09.2019

Mánudaginn 2. september hófst táknmálsnámskeið 1. Hátt í 20 manns eru skráðir á námskeiðið sem kennt er á mánudögum og miðvikudögum hér á SHH. Sólrún Birna er kennari á námskeiðinu og mun hún einnig kenna táknmál 2 en það hefst 16. október. Það verður einnig kennt í hádeginu á mánudögum og miðvikudögum.

Lesa meira