Myndsímatúlkun með nýtt forrit

31.08.2018

Myndsímatúlkun Shh flytur þjónustu sína yfir í forritið Skype for Business frá og með 3. september 2018.

Döff viðskiptavinir geta verið áfram á skype eins og þeir eru vanir en þurfa að tengjast myndsimatulkun@shh.is Skype fore Business. Þetta er gert til að auka þjónustuna og bæta öryggi.

Hægt verður að hafa samband við myndsímatúlkaþjónustuna á báðum stöðum til 1.október en eftir það þarf að hafa samband við myndsimatulkun@shh.is Skype for Business.

Alltaf velkomið að hafa samband við SHH, netfangið: tulkur@shh.is eða myndsimatulkun@shh.is

Lesa meira

Táknmálsnámskeið í vetur

02.08.2018
Lýsing á táknmáli

Á Samskiptamiðstöð verður boðið upp á táknmálsnámskeið í vetur:

Tákn 2 hófst 8. október og mun standa til 7. nóvember

Tákn 3 hefst 12. nóvember og stendur til 12. desember.

Lesa meira

Táknmálsnámskeið í apríl

23.03.2018
Lýsing á táknmáli

Táknmálsnámskeið í apríl

Næstu táknmálsnámskeið hjá Samskiptamiðstöð verða haldin eftir páska.

Námskeiðin byrja 10. apríl og standa til 22. maí og hvert námskeið kostar 16.640.


Lesa meira

Thorvaldsen félagið

23.03.2018

Í dag, miðvikudaginn 21. mars, komu sex Thorvaldsenfélags konur í heimsókn hingað á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Tilefni heimsóknarinnar var afhending styrks sem Thorvaldsenfélagið veitti Gaman saman verkefninu. Á undanförnum árum hafa Thorvaldsenfélagskonur gefið I-pada og lyklaborð auk barnabóka. Gjöf þessa kemur sér vel og hljóðar hún upp á I-pada, spil og styrk til þýðinga á barnabókum yfir á íslenskt táknmál (ÍTM).


Lesa meira

Táknmálsnámskeið í febrúar

07.02.2018
Lýsing á táknmáli

Góðan dag, hér eru upplýsingar um næstu táknmálsnámskeið.

Táknmál 1 verður kennt kl. 17:30-19:00 á þriðjudögum og fimmtudögum

Táknmál 2 verður kennt kl. 19:00-20:30 á þriðjudögum og fimmtudögum

Námskeiðin byrja 20. febrúar og standa til 22. mars og hvert námskeið kostar 16.640.


Lesa meira

Starfið komið í fullan gang

18.01.2018
Lýsing á táknmáli

Komið þið sæl

Starfið hér á Samskiptamiðstöð er komið í fullan gang. Gaman saman fór í gang á miðvikudaginn var, starfið verður eins og áður á miðvikudögum. Umsjónamenn eru áfram Uldis Ozols og Margrét Gígja Þórðardóttir, skólarnir sem taka þátt eru Holtaskóli og Hlíðaskóli.


Lesa meira