Vefur Stjórnarráðsins táknmálsvæddur

03.05.2019

Stjórnarráðið hefur hafist handa við að táknmálsvæða vef sinn

Verkefnið var samstarfsverkefni á milli Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, Félags heyrnarlausra og Rekstrarfélags Stjórnarráðsins vegna þýðingar á íslenskum textum á heimasíðu Stjórnarráðsins yfir á íslenskt táknmál. Í samráði við forsvarsmenn og félagsmenn í Félagi heyrnarlausra var ákveðið að brýnast væri að þýða grunntexta um verkefni stjórnarráðsins, hlutverk þess og heimasíðu, auk hlutverka ráðuneytanna og upplýsingar um ríkisstjórnina. Textarnir eru nú alls 41 talsins.

Lesa meira

Gleðilega páska

17.04.2019

Líkt og flestar stofnanir erum við á leiðinni í páskafrí.

Við minnum á neyðarsíma túlkunar ef neyðartilfelli koma upp meðan lokað er. Undir neyðartúlkun fellur einungis túlkun í heilbrigðisþjónustu (Bráðamóttökur, Læknavaktin) og löggæslu.

Neyðarsími túlkunnar er 895 7701.

Við opnum aftur 23. apríl.

Gleðilega páska.

Lesa meira

Sænsk bók um samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

19.03.2019

Bókin „Hvis du kan se det, kan du understøtte det – En bok om taktilt språk“ kom út í desember 2018. Bókin er samansafn nítján greina um samskipti frá ólíkum sjónarhornum með daufblindfæddum einstaklingum og hvernig þeir þróa með sér mál. Vonast er til þess að bókin hafi í för með sér að æ fleiri stelpur og strákar, konur og menn, með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu fái tækifæri til að þróa samskiptaleiðir og mál til þess að verða virkir þátttakendur í samfélaginu.

Lesa meira

Fyrirlestur um íslensk mannanöfn í íslensku táknmáli

18.03.2019

Fræðslufundur á vegum Nafnfræðifélagsins verður haldinn laugardaginn 23. mars kl. 13.15 í stofu 201 í Odda, húsi Háskóla Íslands.

Kristín Lena Þorvaldsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra flytur fyrirlestur sem hún nefnir Íslensk mannanöfn í íslensku táknmáli.

Lesa meira

Mál verður til - Hugvísindaþing 2019

12.03.2019

Mál verður til var málstofa um íslenskt táknmál sem haldið var þann 9. mars síðastliðinn.

Málstofan var hluti af Hugvísindaþingi 2019 og voru fyrirlesarar þær Valgerður Stefánsdóttir, fyrrum forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar, Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði við Háskóla Íslands og Nedelina Ivanova, málfræðingur á Samskiptamiðstöð.

Lesa meira