Gott að vita

Túlkur þarf að undirbúa sig fyrir verkefni til þess að leysa það vel af hendi. Mjög gott er að upplýsa túlkinn um hvað verður rætt. Ef til er dagskrá funda, glærur, greinargerðir sem tengjast efni funda eða þess háttar er það vel þegið til undirbúnings. Sama gildir um lesefni kennslustunda, ræður eða predikanir í kirkju og upplýsingar um læknismeðferð. Það er alltaf betra að túlkurinn fái tækifæri til þess að lesa sér til áður en túlkunin fer fram. Efnið má senda í pósti eða tölvupósti. Efnið er eingöngu notað í þeim tilgangi að undirbúa verkefnið og er eytt að því loknu.

Einnig getur verið skynsamlegt að hitta túlkinn stuttu fyrir verkefnið. Túlkurinn fær þá tækifæri til að gefa upplýsingar um hvernig hann vinnur og heyra óskir þínar um hvernig þú vilt að túlkunin sé unnin. Ef þú vilt fá nákvæmari upplýsingar getur þú spurt þegar þú pantar þjónustuna.

 • Túlkur
  • gerir samskipti möguleg á milli fólks sem ekki talar sama tungumál
  • tekur ekki þátt í samtalinu
  • miðlar öllu sem fram fer
  • bætir engu við frá eigin brjósti
  • tekur ekki afstöðu
  • er bundinn þagnarskyldu
  • fylgir siðareglum