Fjölskyldur ungra barna með skerta heyrn

Ráðgjöf Samskiptamiðstöðvar snýst um að mæta þörfum barnsins með samstarfi við foreldra. Þjónustan er fjölskyldumiðuð og veitt inn á heimili. Foreldrar ákveða hverjir af nánustu fjölskyldumeðlimum taka þátt s.s. eins og ömmur, afar, skyldmenni eða annað heimilisfólk. Bein þjónusta miðar að því að mæta þörfum einstakra barna og veita fjölskyldunni stuðning við að þroska mál barnsins. Upplýsingagjöfin miðast við börn á aldrinum 0-3 ára en á að mörgu leyti við börn allt til 5 ára aldurs. Um er að ræða þverfaglega, hlutlausa og valfrjálsa fræðslu til foreldra og aðstandenda en einnig til skóla og annarra hvað varðar viðbrögð við heyrnarskerðingu ungra barna og þau úrræði og þjónustu sem í boði er af hálfu ríkis og sveitarfélaga.