Námsefnisgerð

Stofnunin skal semja, eða láta semja, og miðla efni á táknmáli fyrir börn er nota táknmál og fjölskyldur þeirra, annað en skyldubundið námsefni fyrir grunnskóla. Unnið er efni fyrir börn á máltökualdri og námsefnisgerð fyrir kennslu stofnunarinnar í íslensku táknmáli.

Stofnuninni er heimilt að taka að sér verkefni fyrir eða í samvinnu við aðra aðila á sviði námsefnisgerðar s.s. eins og skyldubundið námsefni fyrir grunnskóla fyrir Menntamálastofnun og ýmsar þýðingar frá íslensku yfir á íslenskt táknmál.

Unnið hefur verið námsefni í íslensku táknmáli sem notað er á námskeiðum stofnunarinnar, við kennslu í framhaldsskólum og í Háskóla Íslands. Efnið er aðgengilegt nemendum á kennsla.shh.is.

Á signwiki.is er að finna sýnishorn af öðru námsefni sem unnið hefur verið á stofnuninni.

Á vef Menntamálastofnunar er efni sem unnið hefur verið í samvinnu stofnananna, s.s. Upp með hendur.

Margvíslegt efni fyrir börn má nálgast á stofnuninni, má þar nefna efni til málörvunar, bækur á íslensku táknmáli og verkefnabækur.