Vinnustofur

Vinnustofur

Undanfarin ár hefur Samskiptamiðstöð stýrt málstofum þeirra stofnana sem sinna döff börnum. Þessar málstofu voru vel sóttar en hafa nú runnið sitt skeið og á vormánuðum verður tekið upp nýtt form í þessu samstarfi þar sem settar verða á laggirnar vinnustofur. Að vinnustofunum munu væntanlega koma starfsmenn þessara stofnana þar sem þeim gefast tækifæri til að ræða þau mál sem brýnust eru varðandi þjónustu við döff börn.

Grein rituð þann 07.12.2017