Starfsemi SHH í ljósi neyðarstigs Almannavarna

Starfsemi SHH í ljósi neyðarstigs Almannavarna

Í ljósi neyðarstigs Almannavarna og samkomubanns stjórnvalda vegna COVID-19 mun verða breyting á þjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra á meðan það er í gildi. Fjarþjónusta verður veitt á öllum fagsviðum eftir því sem kostur er. Samkvæmt fyrirmælum yfirvalda um samkomubann eru viðburðir þar sem fleiri en 10 manns koma saman óheimilir og tryggja þarf að nánd milli manna sé a.m.k. 2 metrar. Starfsfólk Samskiptamiðstöðvar mun fylgja þessum fyrirmælum í hvívetna.

Myndsímatúlkun hefur verið aukin tímabundið. Stefnt verður að því að hún verði opin alla virka daga kl. 9-16. Túlkum sem sinna myndsímatúlkun hefur verið fjölgað tímabundið. Myndsímatúlkun fer fram í gegnum Skype og Teams og er notendanafn þjónustunnar myndsimatulkun. Einng er notendanafnið fjartulkun notað ef langar raðir myndast.

Fjartúlkun hefur verið unnin sem tilraunaverkefni í samstarfi við hóp félagsmanna í Félagi heyrnarlausra um skeið. Þá mætir ekki túlkur á staðinn heldur fer túlkun fram í gegnum tölvubúnað eða snjalltæki viðskiptavina. Á meðan samkomubann er í gildi stendur öllum viðskipavinum til boða fjartúlkun eftir því sem kostur er. Fjartúlkun þarf að panta fyrirfram hjá túlkaþjónustunni. Fjartúlkun fer einnig fram í gegnum Skype og Teams og er notendanafn þjónustunnar fjartulkun.

Ráðgjöf og kennsla fyrir fjölskyldur barna með skerta heyrn verður í formi fjarþjónustu á meðan neyðarstig er í gildi eftir því sem kostur er. Fjölskyldurráðgjafi setur sig í samband við þær fjölskyldur sem þegar eru í þjónustu hjá stofnuninni.

Táknmálskennsla innan stofnunarinnar fellur niður og kennsla utan hennar verður í samræmi við fyrirmæli yfirvalda. Viðskiptavinum verða kynntir möguleikar til fjarkennslu eftir því sem kostur er.

Í samræmi við viðbragðsáætlun stofnunarinnar verður móttakan lokuð á meðan samkomubann er í gildi og viðskiptavinum bent á að hafa samband við stofnunina í gegnum síma 562 7702 / 562 7738/ 896 7701 (SMS/myndsímtal) eða tölvupóst, shh@shh.is.

Hafi viðskiptavinir okkar spurningar eða óskir varðandi táknmálstúlkun, fjartúlkun eða myndsímatúlkun er einnig hægt að senda póst á Gerði Sjöfn Ólafsdóttir, sviðsstjóra túlkaþjónustu, tulkur@shh.is.

Hafi viðskiptvinir okkar spurningar eða óskir varðandi kennslu, þjónustu við fjölskyldur eða aðra þjónustu á vegum stofnunarinnar er einnig hægt að senda póst á Eyrúnu Helgu Aradóttur, sviðsstjóra táknmálssviðs, eyja@shh.is.

Grein rituð þann 31.10.2020