Móttaka SHH

Móttaka SHH

Móttaka Samskiptamiðstöðvar hefur tekið breytingum að undanförnu. Aðgengi viðskiptavina hefur verið takmarkað með lokun inn í skrifstofurýmið til að tryggja öryggi gagna en aðstaða fyrir viðskiptavini í móttökurrými hefur verið bætt. Biðstofa stofnunarinnar hefur fengið andlitslyftingu og bjóðum við viðskiptavini nú aftur velkomna á stofnunina eftir lokanir vegna sóttvarnarráðstafana á undanförnum misserum.

Samskiptamiðstöð var á dögunum fyrsti vinnustaðurinn á Íslandi til að festa kaup á aðgengistækjum frá Jenile á Íslandi og bæta þannig vinnuaðstæður þeirra starfsmanna sem heyra ekki eða heyra illa. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir og Magnús Sverrisson, eigendur Jenile á Íslandi komu og kynntu tækin og settu þau upp í móttöku stofnunarinnar. Um er að ræða dyrabjöllu ásamt móttakara með blikkljósum og hljóðum sem blikkar og hringir þegar viðskiptavinir ýta á dyrabjöllu í móttöku. Með því móti verða starfsmenn SHH varir við viðskiptavini í móttökunni hvort heldur sem er í gegnum ljós- eða hljóðmerki. Sjá nánar í meðfylgjandi myndbandi.

Grein rituð þann 22.06.2021