Túlkaþjónusta

Meginmarkmið táknmálstúlkaþjónustu er að stuðla að aðgengi heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra að þjónustu í þjóðfélaginu og ríkari þátttöku þeirra. Auk þess veitir túlkaþjónustan túlkanemum á háskólastigi verklega þjálfun samkvæmt sérstökum samningum við stofnanir sem annast menntun táknmálstúlka.

Fyrirkomulag pantana

Í pöntun þarf að koma fram hvar túlkur á að mæta á hvaða tíma ásamt áætlaðri tímalengd verkefnis. Koma þarf fram fyrir hvern á túlka, hver greiðir og hver pantar.

Fyrir ráðstefnur og stærri fundi þarf að útvega dagskrá og annan undirbúning fyrir túlkunina s.s glærur og/eða fyrirlestra.

Innheimta

Lágmark er rukkað fyrir eina klukkustund og eftir það hvern byrjaðan hálftíma. Ef verkefnið fer umfram pantaðan tíma er rukkað aukalega fyrir umframtúlkunina, þó er ekki er hægt að gera ráð fyrir að túlkur geti verið lengur en pöntun segir til um. Ef pantaður er túlkur samdægurs er rukkað útkall sem eru þrjár klukkustundir.

Afpöntun á túlki þarf að berast með dags fyrirvara annars áskilur túlkaþjónustan sér rétt til að rukka lágmarksgjald eina klukkustund fyrir hvern túlk.

Ef búið er að semja um túlkun í heila önn þarf að segja samningi upp með hálfs mánaðar fyrirvara.